3. kafli framhaldssögu

Eftir að þau höfðu stigið út af veitingastaðnum og sest upp á mótorhjólið þutu þau gegnt sólarlaginu. Hann sagði: ,,Komdu, ég ætla að sýna þér dálítið.” Og þau keyrðu út fyrir borgarmörkin, þar sem gróðurinn vex frjáls undan oki mannanna. Hann fann ljúfan andardrátt hennar læðast að eyra sér og þungan líkama hennar hvíla á baki sínu. Hann stöðvaði mótorhjólið og þau stigu af baki. Þau gengu nú dálítinn spöl þangað til þau komu að fagurri laut. Það var lautin hans.
,,Þetta er lautin mín,” sagði hann. ,,Hér kynntust foreldrar mínir.”
,,Ég finn að hér er ást,” svaraði hún dreymin. Síðan horfðu þau hljóð á sólarlagið í dálitla stund. Loks rauf hann þögnina og sagði: ,,Mig langar til að biðja þig um að eiga þessa laut með mér.” Og hún tók í hönd hans til samþykkis og brosti til hans. Augu hennar voru sem streymandi fljót sem læddist inn í vit hans og dældi hamingju í hjarta hans. Hamingjan gat af sér koss, og eftir að hafa horft lengi vel í augu hvers annars kysstust þau ástríðufullum og innilegum kossi. Hann var blautur og henni þótti krúttlegt og kynþokkafullt hvernig hann kyssti hana hálfkjánalega. Getnaðarlimur hans stirðnaði örlítið og kynlífsórar hófu að drjúpa sem vatnslind í huga hans.
,,Komum heim!” sagði hann ákveðinn. Hún horfði á hann með glampa í augum og urraði lágt.
Síðan brunuðu þau á mótorfáknum í átt til borgarinnar.

Þetta hafði verið yndislegt kvöld,
en nú skyldi nóttin taka völd.

Endilega segið álit ykkar!


2. kafli framhaldssögu

Fyrirgefið biðina... mér bara fannst að þessi kafli yrði að vera fullkominn. Gjörið svo vel.

Tveimur vikum síðar, eftir reglulega og þokkafulla fundi í ræktinni, bauð hann henni út að borða á fínum stað í hjarta Reykjavíkur. Hann sótti hana á mótorhjóli sínu við heimili hennar að Hlíðargötu 17. Hann flautaði kurteislega fyrir utan og innan skamms birtist hún í dyragætinni. Hún var skrýdd hvítum kjól og hárið blökti gullfallegt í vindinum.
,,Hoppaðu upp á!” sagði hann og saman þustu þau á mótorfáknum á vit ástarinnar.
Þegar komið var á veitingastaðinn var þeim á vísað á borðið sem hann hafði pantað. Borðið einkenndist af rauðu og hjartalaga kerti. Hann lyfti kertinu upp, virti það örlítið fyrir sér og sagði góðlátlega: ,,Þetta er eins og hjarta.” Og hún flissaði lítillega. Síðan settust þau og byrjuðu að skoða matseðilinn hljóðlátlega. Stuttu síðar kom þjónninn aðvífandi, tók við pöntunum þeirra og hvarf inn í eldhúsið ásamt pöntununum. Við tók stutt og hálfvandræðaleg þögn sem hann með ræskingu rauf og mælti síðan spekingslega:
,,Hefurðu einhverntímann velt fyrir þér tilgangi lífsins, hvort hann sé yfirleitt til staðar?”
Á hana færðist vandræðalegt bros og hún svaraði dauflega: ,,Nei, eiginlega ekki enn.” Einnig flissaði hún.
,,Æ, fástu ekki um það,” svaraði hann. ,,Það er óttaleg þvæla!” Síðan bölvaði hann hressilega og hló við. Hún fann að hann skyldi hana. Hún fann að hann var góður og að þau yrðu góð saman.

3. kaflinn kemur út á morgun!


Mar

Fagrar bárur prýða mar,
sunnan á þau skín.
Þau eru síungt sjávarpar,
bæði sæt og fín.

Þetta orti ég á morgungöngu minni. Endilega segið álit ykkar!


Ferskeytla tileinkuð Tómasi og taflraunum hans

,,Tæknin er sverð tvíeggja,"
sagði Tómas og hló.
Því við tölvu hann kunni að tefla
en tapaði oftast þó.

Láttu þér þetta að kenningu verða, Tómas!


1. kafli framhaldssögu

Hérna er fyrsti kafli smásögu sem ég er að vinna að. Ætli ég láti ekki bara smásöguna tala. :D

Þetta byrjaði allt í líkamsræktinni, þar sem þau voru bæði að æfa. Hann tók strax eftir löngum fótleggjum hennar og stinnum brjóstum. ,,Þarna," hugsaði hann með sér, ,,er kvenmaður að mínu skapi." Hann gekk upp að henni hægum skrefum. Honum leið hálfvandræðalega og vissi ekki hvar hann átti að hafa hendurnar. Átti hann að hafa þær í vösunum? Eða láta þær lafa niður með síðunum? Þessu velti hann fyrir sér meðan hann nálgaðist hana.

- Hæ. Kemur þú hingað oft? spurði hann hressilega.
- Nei. Þetta er reyndar mitt fyrsta skipti, svaraði hún. Hún brosti góðlega. Hún hafði fallegt bros.
Hann fann nú til sjálfsöryggis. Einhvern veginn vissi hann að þau næðu saman. Það var sem þau væru tengd ósýnilegum böndum.
- Á ég að sýna þér staðinn? spurði hann. Hún flissaði lítillega.
- Já já, það væri indælt.

Síðan gekk hann með henni um svæðið og kynnti hana fyrir vinum sínum. Hann sagði nokkra brandara og allt gekk í
sögu. Þau voru fullkomin fyrir hvort annað.


Um bloggið

Bergþór Briem bloggar um stað og stund

Höfundur

Bergþór Briem
Bergþór Briem
Bergþór heiti ég Briem og er rithöfundur. Ég fæst aðallega við ástarsögur fyrir fullorðna. Ég er að vinna að minni annarri bók og vona að hún verði gefin út. Ég byrjaði með þetta blogg til að vekja athygli á skrifum mínum og koma skoðunum mínum á framfæri. Ég bara vona að þið hafið gaman að!

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband