1. kafli framhaldssögu

Hérna er fyrsti kafli smásögu sem ég er að vinna að. Ætli ég láti ekki bara smásöguna tala. :D

Þetta byrjaði allt í líkamsræktinni, þar sem þau voru bæði að æfa. Hann tók strax eftir löngum fótleggjum hennar og stinnum brjóstum. ,,Þarna," hugsaði hann með sér, ,,er kvenmaður að mínu skapi." Hann gekk upp að henni hægum skrefum. Honum leið hálfvandræðalega og vissi ekki hvar hann átti að hafa hendurnar. Átti hann að hafa þær í vösunum? Eða láta þær lafa niður með síðunum? Þessu velti hann fyrir sér meðan hann nálgaðist hana.

- Hæ. Kemur þú hingað oft? spurði hann hressilega.
- Nei. Þetta er reyndar mitt fyrsta skipti, svaraði hún. Hún brosti góðlega. Hún hafði fallegt bros.
Hann fann nú til sjálfsöryggis. Einhvern veginn vissi hann að þau næðu saman. Það var sem þau væru tengd ósýnilegum böndum.
- Á ég að sýna þér staðinn? spurði hann. Hún flissaði lítillega.
- Já já, það væri indælt.

Síðan gekk hann með henni um svæðið og kynnti hana fyrir vinum sínum. Hann sagði nokkra brandara og allt gekk í
sögu. Þau voru fullkomin fyrir hvort annað.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþór Briem bloggar um stað og stund

Höfundur

Bergþór Briem
Bergþór Briem
Bergþór heiti ég Briem og er rithöfundur. Ég fæst aðallega við ástarsögur fyrir fullorðna. Ég er að vinna að minni annarri bók og vona að hún verði gefin út. Ég byrjaði með þetta blogg til að vekja athygli á skrifum mínum og koma skoðunum mínum á framfæri. Ég bara vona að þið hafið gaman að!

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband