2. kafli framhaldssögu

Fyrirgefið biðina... mér bara fannst að þessi kafli yrði að vera fullkominn. Gjörið svo vel.

Tveimur vikum síðar, eftir reglulega og þokkafulla fundi í ræktinni, bauð hann henni út að borða á fínum stað í hjarta Reykjavíkur. Hann sótti hana á mótorhjóli sínu við heimili hennar að Hlíðargötu 17. Hann flautaði kurteislega fyrir utan og innan skamms birtist hún í dyragætinni. Hún var skrýdd hvítum kjól og hárið blökti gullfallegt í vindinum.
,,Hoppaðu upp á!” sagði hann og saman þustu þau á mótorfáknum á vit ástarinnar.
Þegar komið var á veitingastaðinn var þeim á vísað á borðið sem hann hafði pantað. Borðið einkenndist af rauðu og hjartalaga kerti. Hann lyfti kertinu upp, virti það örlítið fyrir sér og sagði góðlátlega: ,,Þetta er eins og hjarta.” Og hún flissaði lítillega. Síðan settust þau og byrjuðu að skoða matseðilinn hljóðlátlega. Stuttu síðar kom þjónninn aðvífandi, tók við pöntunum þeirra og hvarf inn í eldhúsið ásamt pöntununum. Við tók stutt og hálfvandræðaleg þögn sem hann með ræskingu rauf og mælti síðan spekingslega:
,,Hefurðu einhverntímann velt fyrir þér tilgangi lífsins, hvort hann sé yfirleitt til staðar?”
Á hana færðist vandræðalegt bros og hún svaraði dauflega: ,,Nei, eiginlega ekki enn.” Einnig flissaði hún.
,,Æ, fástu ekki um það,” svaraði hann. ,,Það er óttaleg þvæla!” Síðan bölvaði hann hressilega og hló við. Hún fann að hann skyldi hana. Hún fann að hann var góður og að þau yrðu góð saman.

3. kaflinn kemur út á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþór Briem bloggar um stað og stund

Höfundur

Bergþór Briem
Bergþór Briem
Bergþór heiti ég Briem og er rithöfundur. Ég fæst aðallega við ástarsögur fyrir fullorðna. Ég er að vinna að minni annarri bók og vona að hún verði gefin út. Ég byrjaði með þetta blogg til að vekja athygli á skrifum mínum og koma skoðunum mínum á framfæri. Ég bara vona að þið hafið gaman að!

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband