3. kafli framhaldssögu

Eftir að þau höfðu stigið út af veitingastaðnum og sest upp á mótorhjólið þutu þau gegnt sólarlaginu. Hann sagði: ,,Komdu, ég ætla að sýna þér dálítið.” Og þau keyrðu út fyrir borgarmörkin, þar sem gróðurinn vex frjáls undan oki mannanna. Hann fann ljúfan andardrátt hennar læðast að eyra sér og þungan líkama hennar hvíla á baki sínu. Hann stöðvaði mótorhjólið og þau stigu af baki. Þau gengu nú dálítinn spöl þangað til þau komu að fagurri laut. Það var lautin hans.
,,Þetta er lautin mín,” sagði hann. ,,Hér kynntust foreldrar mínir.”
,,Ég finn að hér er ást,” svaraði hún dreymin. Síðan horfðu þau hljóð á sólarlagið í dálitla stund. Loks rauf hann þögnina og sagði: ,,Mig langar til að biðja þig um að eiga þessa laut með mér.” Og hún tók í hönd hans til samþykkis og brosti til hans. Augu hennar voru sem streymandi fljót sem læddist inn í vit hans og dældi hamingju í hjarta hans. Hamingjan gat af sér koss, og eftir að hafa horft lengi vel í augu hvers annars kysstust þau ástríðufullum og innilegum kossi. Hann var blautur og henni þótti krúttlegt og kynþokkafullt hvernig hann kyssti hana hálfkjánalega. Getnaðarlimur hans stirðnaði örlítið og kynlífsórar hófu að drjúpa sem vatnslind í huga hans.
,,Komum heim!” sagði hann ákveðinn. Hún horfði á hann með glampa í augum og urraði lágt.
Síðan brunuðu þau á mótorfáknum í átt til borgarinnar.

Þetta hafði verið yndislegt kvöld,
en nú skyldi nóttin taka völd.

Endilega segið álit ykkar!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Af 10 mögulegum færðu 8. Hvenær er von á framhaldi? 

Ellý Ármannsdóttir, 8.8.2007 kl. 10:46

2 identicon

Fín saga hjá þér. Eitt sem ég hef áhyggjur af....hvernig varð hvíti kjóllinn hennar eftir að hafa þeyst um aftan á mótorhjóli :)

Guðrún (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþór Briem bloggar um stað og stund

Höfundur

Bergþór Briem
Bergþór Briem
Bergþór heiti ég Briem og er rithöfundur. Ég fæst aðallega við ástarsögur fyrir fullorðna. Ég er að vinna að minni annarri bók og vona að hún verði gefin út. Ég byrjaði með þetta blogg til að vekja athygli á skrifum mínum og koma skoðunum mínum á framfæri. Ég bara vona að þið hafið gaman að!

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband